Vinnum að velferð barna Almar Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2022 14:31 Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun