Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun