Af hverju er þessi hraði vöxtur mögulegur í Svf. Árborg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. febrúar 2022 09:01 Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun