Skoðun

Hvað getum við gert?

Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa

Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu.

Við getum hjálpað

Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það.

Skýr skilaboð

Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína !

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×