IOC segir íþróttasamböndum að banna Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:33 Á Vetrarólympíuleikunum sem lauk 20. febrúar kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar, vegna lyfjahneykslisins í Rússlandi, en eftir innrás Rússa í Úkraínu kallar IOC eftir því að Rússum verði alfarið meinuð þátttaka á alþjóðlegum mótum. Getty/Maja Hitij Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur nú sent út skilaboð til íþróttasamtaka um allan heim um að þau leyfi ekki þátttöku rússneskra eða hvítrússneskra íþróttamanna, vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa. Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa.
Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira