Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur ávarpar mótælendur við rússneska sendiráðið. EPA-EFE/THOMAS SJOERUP Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022 Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022
Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira