Ráðherra skipulagsmála boðar frestun uppbyggingar í Skerjafirði Bergþór Ólason skrifar 1. mars 2022 13:30 Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Ólason Miðflokkurinn Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun