Ráðherra skipulagsmála boðar frestun uppbyggingar í Skerjafirði Bergþór Ólason skrifar 1. mars 2022 13:30 Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Ólason Miðflokkurinn Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun