FIBA bannar Rússum keppni og Ísland gæti komist á HM Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 15:25 Íslenska landsliðið er í riðli með Rússlandi í undankeppni HM. vísir/bára Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að banna Rússneskum landsliðum og dómurum að taka þátt í mótum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni HM karla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá FIBA í dag þar sem segir að sambandið fari eftir þeim leiðbeiningum sem alþjóða ólympíunefndin sendi frá sér í gær. FIBA vottar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu innilega samúð sína og kallar eftir friði í heiminum. Stjórn sambandsins mun funda 25. mars um frekari ákvarðanir og það mun Evrópudeild sambandsins einnig gera á næstu dögum. Rússland er í riðli með Íslandi, Ítalíu og Holland í undankeppni HM og hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa, þar á meðal 89-65 gegn Íslandi í Pétursborg 29. nóvember. Rússar áttu að mæta Hollandi á sunnudaginn, eftir að innrásin í Úkraínu var hafin, en leiknum var frestað eftir að Hollendingar sögðu að ekki kæmi til greina að leikurinn færi fram. Rússar áttu að koma til Íslands í sumar Þrjú lið komast áfram úr riðlinum yfir á seinna stig undankepninnar, og taka með sér úrslitin úr riðlinum. Fari svo að Rússar verði dæmdir úr keppni komast Ísland, Holland og Ítalía því öll áfram, og þar sem að Ísland hefur þegar unnið tvo sigra, gegn Hollandi á útivelli og Ítalíu á heimavelli, yrði liðið í afar góðri stöðu ef því yrði einnig dæmdur sigur í leikjunum tveimur við Rússa. Síðustu leikir Íslands í fyrri hluta undankeppninnar áttu að vera gegn Hollandi og Rússlandi á heimavelli í byrjun júlí en eins og fyrr segir ríkir nú óvissa um leikinn við Rússland. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá FIBA í dag þar sem segir að sambandið fari eftir þeim leiðbeiningum sem alþjóða ólympíunefndin sendi frá sér í gær. FIBA vottar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu innilega samúð sína og kallar eftir friði í heiminum. Stjórn sambandsins mun funda 25. mars um frekari ákvarðanir og það mun Evrópudeild sambandsins einnig gera á næstu dögum. Rússland er í riðli með Íslandi, Ítalíu og Holland í undankeppni HM og hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa, þar á meðal 89-65 gegn Íslandi í Pétursborg 29. nóvember. Rússar áttu að mæta Hollandi á sunnudaginn, eftir að innrásin í Úkraínu var hafin, en leiknum var frestað eftir að Hollendingar sögðu að ekki kæmi til greina að leikurinn færi fram. Rússar áttu að koma til Íslands í sumar Þrjú lið komast áfram úr riðlinum yfir á seinna stig undankepninnar, og taka með sér úrslitin úr riðlinum. Fari svo að Rússar verði dæmdir úr keppni komast Ísland, Holland og Ítalía því öll áfram, og þar sem að Ísland hefur þegar unnið tvo sigra, gegn Hollandi á útivelli og Ítalíu á heimavelli, yrði liðið í afar góðri stöðu ef því yrði einnig dæmdur sigur í leikjunum tveimur við Rússa. Síðustu leikir Íslands í fyrri hluta undankeppninnar áttu að vera gegn Hollandi og Rússlandi á heimavelli í byrjun júlí en eins og fyrr segir ríkir nú óvissa um leikinn við Rússland.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum