Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:57 Eyþór vill feta í fótspor Dana sem lögðu nýverið til Úkraínugötu í stað Kristianiugötu. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fresta afgreiðslu tillögunnar. Vísir/Vilhelm Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. „Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39