Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:57 Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar. Stöð 2 Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. „Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
„Við erum byrjuð á undirbúningi í því verkefni en leggjum mikla áherslu á það að fylgjast með og skoða það hvernig Evrópuríkin ætla að aðstoða þennan gríðarlega fjölda fólks sem er nú kominn á flótta,“ segir Stefán Vagn Stefánsson formaður Flóttamannanefndar í samtali við fréttastofu. „Við munum reyna af fremsta megni að ganga í takt við það sem aðrar Evróuþjóðir eru að gera. Við erum byrjuð í samtali við sveitarfélögin til að reyna að átta okkur á því hvaða magn af húsnæði er í boði í landinu.“ Hann segir töluvert af sveitarfélögum þegar búið að tilkynna að þau vilji koma inn í verkefnið og taka á móti flóttafólki. Hann gerir ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni bætast í þann hóp. „Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þennan samhug og vilja sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu,“ segir Stefán. Hann segir nefndina ekki hafa ákveðið hvað tekið verði á móti mörgum flóttamönnum frá Úkraínu. „Ég gef þér enga tölu því hún er ekki til. Við erum ekki komin með neina tölu. Það er mjög vont að gefa upp tölu sem menn geta svo ekki staðið við. Staðan er þannig að þeta er mjög ólíkt þeim verkefnum sem við höfum verið með hingað til,“ segir Stefán. „Þetta er Evrópuríki og íbúum Úkraínu er frjálst að koma hingað og vera í níutíu daga. Það er búið að taka Úkraínu af lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki þannig að fólk getur sótt um alþjóðlega vernd. Slíkt er þegar byrjað, einhverjir tugir hafa óskað eftir slíku þannig að verkefnið er hafið að einhverju leiti,“ segir Stefán. Boðað hefur verið til annars fundar hjá nefndinni á föstudag. Stefán vonar að skýrari mynd verði þá komin á móttöku Úkraínumanna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Félagsmál Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56