Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 18:39 Þorkell Hjaltason er einn margra sem rutt hafa götur höfuðborgarbúa síðustu vikurnar. Hann segir ástandið ólíkt því sem sést hafi síðustu ár og marga vera orðna þreytta eftir langa vinnutörn. Vísir/Sigurjón Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti. Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti.
Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07
Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29