Er læsi lykill að menntun? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun