Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 94-88 | Stólarnir tóku mikilvæg stig á heimavelli Ísak Óli Traustason skrifar 4. mars 2022 23:45 Tindastóll vann mikilvægan sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk Stjörnuna í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en heimamenn sigu fram úr í lokin og unnu mikilvægan sigur. Lokatölur 94-88. Leikurinn fór jafnt af stað og skoraði Stjarnan fyrstu körfu leiksins, þá tóku heimamenn við keflinu og leiddu í jöfnum leik og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27 – 24. Það var áfram þetta jafnvægi í leiknum út fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik 52 – 49. Robert Turner, leikmaður Stjörnunna leiddi sína menn í stigaskori með 16 stig en Pétur Rúnar Birgisson, leimaður Tindastóls var stigahæstur þeirra með 12 stig í hálfleik. Stjarnan átti góðan kafla í þriðja leikhluta og náðu 6 stiga forrustu en heimamenn jöfnuðu fyrir lok leikhlutans. Staðan 73 – 73 fyrir fjórða leikhlutann. Tindastóll kom sterkt til leiks í þeim fjórða og náðu 10 stiga forrustu sem var munur sem Stjörnumenn náðu ekki að minnka niður. Sterkur sigur Tindastóls staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Það voru nokkuð margir að leggja sitt af mörkum fyrir þá og þeir áttu líklega sinn besta skotleik sinn í vetur fyrir utan þriggja stiga línuna, liðið skaut 47% fyrir utan þriggja. Liðið tapaði fáum boltum og náði Stjarnan bara að skora 8 stig eftir tapaða bolta. Frákastabaráttan endað nokkuð jöfn, en Stjörnumenn eru frábærir í sóknarfráköstum og náði Tindastóll aðeins að hægja á þeim í því. Hverjir stóðu upp úr? Leikurinn var frábær skemmtun og voru margir frábærir íþróttamenn sem tóku þátt í honum. Fremstir í flokki fyrir Tindastól voru Sigtryggur Arnar Björnsson (22 stig og 8 stoðsendingar) og Taiwo Badmus (20 stig og 5 fráköst) af bekknum. Javon Bess steig líka upp á mikilvægum tímapunkti í leiknum og kom með góðar körfur. Hjá Stjörnunni var Robert Turner frábær (28 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar), þriggja stiga skotin hans voru ekki að detta í kvöld en samt var hann mjög góður. Komst á hringinn þegar að hann vildi og dróg lið sitt áfram. David Gabrovsek (21 stig) og Shawn Hopkins (20 stig) voru öflugir. Hvað hefði mátt betur fara? Liðin spiluðu nokkuð vel í kvöld, Stjarnan átti þó erfitt með Taiwo Badmus sem skoraði á þá en þetta voru samt sem áður ekki aðveldar körfur sem hann var að setja. Liðin spiluðu nokkuð heilsteyptan leik, það er helst þetta hikst í Stjörnunni í byrjun fjórða leikhluta sem klárar leikinn fyrir þá, þar sem Tindastóll nær að búa til 10 stiga forrustu. Hvað gerist næst? Tindastóll á heimaleik við KR á mánudaginn á meðan að Stjarnan taka á móti Grindavík á heimavelli næsta fimmtudag. Pétur Rúnar: Hver leikur fyrir okkur er úrslitaleikur Pétur Rúnar Birgisson átti góðan leik fyrir Tindastól í kvöld.Vísir/Bára Pétur Rúnar Birgisson, leimaður Tindastóls átti flottan leik í kvöld. Hann endaði með 14 stig og sjö stoðsendingar. „Ég er ótrúlega ánægður með það hafa unnið þá, þeir hafa verið mjög flottir eftir áramót og við upp og niður allt tímabilið, það er sterkt að hafa unnið þá,“ sagði Pétur. „Mér fannst við vera flottir í 40 mínútur sóknarlega, við vorum að drivea og kicka og fá opin skot, stundum alveg galopin. Vonandi eitthvað sem við getum byggt á Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls) var ekki búinn að fá nein touch allan leikinn, svo í fjórða fór meira í gegn um hann,“ sagði Pétur. Pétur talaði um innkomu Tawio Badmus hjá heimamönnum og sagði að „hann var frábær í dag, bæði sóknarlega og svo með restinni af liðinnu í fjórða leikhluta varnarlega og vonandi getur hann byggt á þessu og haldið áfram á þessari leið.“ Tindastóll náði að tenga saman nokkur stopp í vörninni og var Pétur ánægður með þá staðreynd. „Við höfum ekkert verið sérstakir á þeim enda vallarinns, allt tímabilið og nánast í tvö ár,“ sagði Pétur og bætti við að „það var mjög gaman þarna í lokin að sjá að það var 11-2 eftir einhverjar fimm mínútur í fjórða, vonandi getum við byggt ofan á þetta.“ Tindastóll spilar við KR á mánudaginn á heimavelli. „KR er annað hörku lið sem við þurfum að mæta tilbúnir í slaginn á móti, við erum bara í sama pakkanum og þeir, eru á svipuðum stað í töflunni og við og hver leikur fyrir okkur er úrslitaleikur,“ sagði Pétur að lokum. Arnar Guðjónsson: Þeir skora bara sniðskot á okkur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að Tindastóll hafi átt skilið að vinna.Vísir/Vilhelm „Ég vil óska Stólunum til hamingju, þeir voru grimmari en við og verðskulduðu sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Þeir skora bara sniðskot á okkur, varnarleikur okkar er mjög slakur og þeir leggja hann í. Taiwo Badmus bara skorar að vild á okkur og við erum alltaf að taka hann úr körfunni verðum svolítið ragir,“ sagði Arnar. Það kom smá hikst á leik Stjörnunnar í fjórða leikhluta, Arnar taldi að „varnarlega var það kannski aðal málið hjá okkur því við lendum í smá augnabliki sem við skorum boltanum ekki nógu vel þá er aðallega varnarleikurinn sem kostar okkur.“ Það skora þrír leikmenn Arnars yfir 20 stig í leiknum og sagði Arnar að kannski hefðu fleiri mátt koma með eitthvað sóknarlega en taldi það ekki aðal vandamálið. „Það var aðallega að Taiwo sem fór mjög illa með okkur og skorar mjög grimmt á okkur, svo tekur hann sóknarfrákast hérna á mikilvægum tímapunkti, hann var munurinn á liðunum í dag.“ „Það er Grindavík næst og við verðum klárir í þann leik,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll
Tindastóll fékk Stjörnuna í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en heimamenn sigu fram úr í lokin og unnu mikilvægan sigur. Lokatölur 94-88. Leikurinn fór jafnt af stað og skoraði Stjarnan fyrstu körfu leiksins, þá tóku heimamenn við keflinu og leiddu í jöfnum leik og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27 – 24. Það var áfram þetta jafnvægi í leiknum út fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik 52 – 49. Robert Turner, leikmaður Stjörnunna leiddi sína menn í stigaskori með 16 stig en Pétur Rúnar Birgisson, leimaður Tindastóls var stigahæstur þeirra með 12 stig í hálfleik. Stjarnan átti góðan kafla í þriðja leikhluta og náðu 6 stiga forrustu en heimamenn jöfnuðu fyrir lok leikhlutans. Staðan 73 – 73 fyrir fjórða leikhlutann. Tindastóll kom sterkt til leiks í þeim fjórða og náðu 10 stiga forrustu sem var munur sem Stjörnumenn náðu ekki að minnka niður. Sterkur sigur Tindastóls staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Það voru nokkuð margir að leggja sitt af mörkum fyrir þá og þeir áttu líklega sinn besta skotleik sinn í vetur fyrir utan þriggja stiga línuna, liðið skaut 47% fyrir utan þriggja. Liðið tapaði fáum boltum og náði Stjarnan bara að skora 8 stig eftir tapaða bolta. Frákastabaráttan endað nokkuð jöfn, en Stjörnumenn eru frábærir í sóknarfráköstum og náði Tindastóll aðeins að hægja á þeim í því. Hverjir stóðu upp úr? Leikurinn var frábær skemmtun og voru margir frábærir íþróttamenn sem tóku þátt í honum. Fremstir í flokki fyrir Tindastól voru Sigtryggur Arnar Björnsson (22 stig og 8 stoðsendingar) og Taiwo Badmus (20 stig og 5 fráköst) af bekknum. Javon Bess steig líka upp á mikilvægum tímapunkti í leiknum og kom með góðar körfur. Hjá Stjörnunni var Robert Turner frábær (28 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar), þriggja stiga skotin hans voru ekki að detta í kvöld en samt var hann mjög góður. Komst á hringinn þegar að hann vildi og dróg lið sitt áfram. David Gabrovsek (21 stig) og Shawn Hopkins (20 stig) voru öflugir. Hvað hefði mátt betur fara? Liðin spiluðu nokkuð vel í kvöld, Stjarnan átti þó erfitt með Taiwo Badmus sem skoraði á þá en þetta voru samt sem áður ekki aðveldar körfur sem hann var að setja. Liðin spiluðu nokkuð heilsteyptan leik, það er helst þetta hikst í Stjörnunni í byrjun fjórða leikhluta sem klárar leikinn fyrir þá, þar sem Tindastóll nær að búa til 10 stiga forrustu. Hvað gerist næst? Tindastóll á heimaleik við KR á mánudaginn á meðan að Stjarnan taka á móti Grindavík á heimavelli næsta fimmtudag. Pétur Rúnar: Hver leikur fyrir okkur er úrslitaleikur Pétur Rúnar Birgisson átti góðan leik fyrir Tindastól í kvöld.Vísir/Bára Pétur Rúnar Birgisson, leimaður Tindastóls átti flottan leik í kvöld. Hann endaði með 14 stig og sjö stoðsendingar. „Ég er ótrúlega ánægður með það hafa unnið þá, þeir hafa verið mjög flottir eftir áramót og við upp og niður allt tímabilið, það er sterkt að hafa unnið þá,“ sagði Pétur. „Mér fannst við vera flottir í 40 mínútur sóknarlega, við vorum að drivea og kicka og fá opin skot, stundum alveg galopin. Vonandi eitthvað sem við getum byggt á Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls) var ekki búinn að fá nein touch allan leikinn, svo í fjórða fór meira í gegn um hann,“ sagði Pétur. Pétur talaði um innkomu Tawio Badmus hjá heimamönnum og sagði að „hann var frábær í dag, bæði sóknarlega og svo með restinni af liðinnu í fjórða leikhluta varnarlega og vonandi getur hann byggt á þessu og haldið áfram á þessari leið.“ Tindastóll náði að tenga saman nokkur stopp í vörninni og var Pétur ánægður með þá staðreynd. „Við höfum ekkert verið sérstakir á þeim enda vallarinns, allt tímabilið og nánast í tvö ár,“ sagði Pétur og bætti við að „það var mjög gaman þarna í lokin að sjá að það var 11-2 eftir einhverjar fimm mínútur í fjórða, vonandi getum við byggt ofan á þetta.“ Tindastóll spilar við KR á mánudaginn á heimavelli. „KR er annað hörku lið sem við þurfum að mæta tilbúnir í slaginn á móti, við erum bara í sama pakkanum og þeir, eru á svipuðum stað í töflunni og við og hver leikur fyrir okkur er úrslitaleikur,“ sagði Pétur að lokum. Arnar Guðjónsson: Þeir skora bara sniðskot á okkur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að Tindastóll hafi átt skilið að vinna.Vísir/Vilhelm „Ég vil óska Stólunum til hamingju, þeir voru grimmari en við og verðskulduðu sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. „Þeir skora bara sniðskot á okkur, varnarleikur okkar er mjög slakur og þeir leggja hann í. Taiwo Badmus bara skorar að vild á okkur og við erum alltaf að taka hann úr körfunni verðum svolítið ragir,“ sagði Arnar. Það kom smá hikst á leik Stjörnunnar í fjórða leikhluta, Arnar taldi að „varnarlega var það kannski aðal málið hjá okkur því við lendum í smá augnabliki sem við skorum boltanum ekki nógu vel þá er aðallega varnarleikurinn sem kostar okkur.“ Það skora þrír leikmenn Arnars yfir 20 stig í leiknum og sagði Arnar að kannski hefðu fleiri mátt koma með eitthvað sóknarlega en taldi það ekki aðal vandamálið. „Það var aðallega að Taiwo sem fór mjög illa með okkur og skorar mjög grimmt á okkur, svo tekur hann sóknarfrákast hérna á mikilvægum tímapunkti, hann var munurinn á liðunum í dag.“ „Það er Grindavík næst og við verðum klárir í þann leik,“ sagði Arnar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum