Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 14:42 Óvíst er hve margir flóttamenn frá Úkraínu sæki til Íslands eftir skjóli. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira