Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 09:35 Phil Döhler fékk fast skot í andlitið í leik KA og FH nýverið. vísir/bára KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. „Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
„Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16
Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00