„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Snorri Másson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 22:00 Tvo daga í röð hefur ekki gengið að flytja íbúa frá hafnarborginni Mariupol. Hér sjást íbúar Irpin í úthverfi Kænugarðs yfirgefa borgina. Vísir/EPA Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira