LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2022 19:36 LME er alþjóðleg kauphöll fyrir viðskipti með málma. Þegar talað er um heimsmarkaðsverð hinna ýmsu málma, til dæmis áls, er verið að tala um verðið í LME. Á myndinni má sjá nikkelnámu í Finnlandi. London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira