LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2022 19:36 LME er alþjóðleg kauphöll fyrir viðskipti með málma. Þegar talað er um heimsmarkaðsverð hinna ýmsu málma, til dæmis áls, er verið að tala um verðið í LME. Á myndinni má sjá nikkelnámu í Finnlandi. London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent