Umfjöllun: Selfoss 27 - 28 KA | KA í úrslit eftir framlengingu Hjörvar Ólafsson skrifar 9. mars 2022 22:59 Leikmenn KA fagna sigrinum Hulda Margrét Það var háspenna lífshætta þegar KA og Selfoss áttust við í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta karla að Ásvöllum í kvöld. Að lokum var það KA sem fór með sigur af hólmi og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn kemur. Það þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit í leiknum en þar var það Arnar Freyr Ársælsson sem reyndist hetja norðanmanna. Arnar Freyr skoraði sigurmarkið á lokaandartökum leiksins og KA fer í bikarúrslit í fyrsta skipti síðan árið 2004. Jafnt var á öllum tölum í leiknum. Nicholas Satchwell var öflugur í marki KA-liðsins. Atli Ævar Ingólfsson var naskastur við að finna leið fram hjá færeyska landsliðsmarkverðinum. Þegar upp var staðið varði Satchwell 18 skot í leiknum. Staðan eftir fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma var jöfn 11-11 en leikmenn KA byggðu hægt og bítandi upp forskot í seinni hálfleik sem var mest fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hart baristHulda Margrét KA-menn virtust ætla að sigla þægilegum sigri í höfn en varnarleikur liðsins var öflugur og sóknarleikurinn skilvirkur. Selfyssingar lögðu hins vegar ekki árar í bát og þegar skammt var eftir af leiknum náði Einar Sverrisson að knýja fram framlengingu með jöfnunarmarki sínu. Bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sigurinn í venjulegum leiktíma en allt kom fyrir ekki. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 23-23. Liðin héldu áfram að skiptast á að hafa forystuna í framlengingunni en það var síðan mark Arnars Freys sem skildi liðin að. Vel útfærð sókn KA-liðsins endaði í vinstra horninu þar sem Arnar Freyr skilaði boltanum rétta leið. „Ég var alveg viss um að Arnar Freyr myndi klára dæmið. Hann hefur gert það áður á ögurstundu á móti Selfossi. Þetta var aldrei spurning,“ sagði Óðinn Þór um félaga sinn í hinu horninu. KA-manna bíður verðugt verkefni á laugardaginn þar sem Valsmenn verða andstæðingur liðsins í bikarúrslitum. Þar getur KA bætt sínum fjórða bikarmeistaratitli í hús. KA-ingar voru vel studdir í kvöldHulda Margrét Af hverju vann KA? KA-menn fengu mun betri markvörslu í þessum leik en þegar á hólminn var komið var það bara gamla góða hársbreiddin sem skildi liðin að. Sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var þegar út í framlenginguna var komið. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi í þessum leik en hann fór ansi illa með markverði Selfoss í nokkrum hornafærum þegar hann fór inn úr erfiðri stöðu. Skotnýting Óðins Þórs var nánast fullkomin en hann skoraði 12 mörk úr 13 skotum. Hvað gekk illa? Markverðir Selfoss hrukku ekki í gang í þessum leik og þegar upp var staðið varði Vilius Rasimas átta skot og Sölvi Ólafsson náði ekki að klukka bolta. Hvað gerist næst? KA freistar þess að bæta fjórða bikarmeistaratitli sínum í hús þegar liðið etur kappi við Val í bikarúrslitaleik á laugardaginn kemur. Stuðningsmenn KA rétt ná að kíkja norður yfir heiðar og koma sér niður á jörðina áður en haldið er aftur suður í gula gallanum að styðja sína menn. Íslenski handboltinn UMF Selfoss KA
Það var háspenna lífshætta þegar KA og Selfoss áttust við í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta karla að Ásvöllum í kvöld. Að lokum var það KA sem fór með sigur af hólmi og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn kemur. Það þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit í leiknum en þar var það Arnar Freyr Ársælsson sem reyndist hetja norðanmanna. Arnar Freyr skoraði sigurmarkið á lokaandartökum leiksins og KA fer í bikarúrslit í fyrsta skipti síðan árið 2004. Jafnt var á öllum tölum í leiknum. Nicholas Satchwell var öflugur í marki KA-liðsins. Atli Ævar Ingólfsson var naskastur við að finna leið fram hjá færeyska landsliðsmarkverðinum. Þegar upp var staðið varði Satchwell 18 skot í leiknum. Staðan eftir fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma var jöfn 11-11 en leikmenn KA byggðu hægt og bítandi upp forskot í seinni hálfleik sem var mest fimm mörk þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hart baristHulda Margrét KA-menn virtust ætla að sigla þægilegum sigri í höfn en varnarleikur liðsins var öflugur og sóknarleikurinn skilvirkur. Selfyssingar lögðu hins vegar ekki árar í bát og þegar skammt var eftir af leiknum náði Einar Sverrisson að knýja fram framlengingu með jöfnunarmarki sínu. Bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sigurinn í venjulegum leiktíma en allt kom fyrir ekki. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 23-23. Liðin héldu áfram að skiptast á að hafa forystuna í framlengingunni en það var síðan mark Arnars Freys sem skildi liðin að. Vel útfærð sókn KA-liðsins endaði í vinstra horninu þar sem Arnar Freyr skilaði boltanum rétta leið. „Ég var alveg viss um að Arnar Freyr myndi klára dæmið. Hann hefur gert það áður á ögurstundu á móti Selfossi. Þetta var aldrei spurning,“ sagði Óðinn Þór um félaga sinn í hinu horninu. KA-manna bíður verðugt verkefni á laugardaginn þar sem Valsmenn verða andstæðingur liðsins í bikarúrslitum. Þar getur KA bætt sínum fjórða bikarmeistaratitli í hús. KA-ingar voru vel studdir í kvöldHulda Margrét Af hverju vann KA? KA-menn fengu mun betri markvörslu í þessum leik en þegar á hólminn var komið var það bara gamla góða hársbreiddin sem skildi liðin að. Sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var þegar út í framlenginguna var komið. Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson lék á als oddi í þessum leik en hann fór ansi illa með markverði Selfoss í nokkrum hornafærum þegar hann fór inn úr erfiðri stöðu. Skotnýting Óðins Þórs var nánast fullkomin en hann skoraði 12 mörk úr 13 skotum. Hvað gekk illa? Markverðir Selfoss hrukku ekki í gang í þessum leik og þegar upp var staðið varði Vilius Rasimas átta skot og Sölvi Ólafsson náði ekki að klukka bolta. Hvað gerist næst? KA freistar þess að bæta fjórða bikarmeistaratitli sínum í hús þegar liðið etur kappi við Val í bikarúrslitaleik á laugardaginn kemur. Stuðningsmenn KA rétt ná að kíkja norður yfir heiðar og koma sér niður á jörðina áður en haldið er aftur suður í gula gallanum að styðja sína menn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti