Innlent

Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum

Samúel Karl Ólason skrifar
Orrustuþotunum var beint til lendingar í Keflavík úr þeirri átt að fljúga þurfti þeim yfir höfuðborgarsvæðið, vegna annarrar flugumferðar.
Orrustuþotunum var beint til lendingar í Keflavík úr þeirri átt að fljúga þurfti þeim yfir höfuðborgarsvæðið, vegna annarrar flugumferðar. LHG/Þorgeir Baldursson

Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 

Portúgalski flugherinn fer með loftrýmisgæslu hér á landi um þessar mundir.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, segir að almennt kappkosti bæði íslensk stjórnvöld og erlendur liðsafli við að hávaði vegna loftrýmisgæslu valdi fólki sem minnstu ónæði.

Orrustuþotunum var beint til lendingar í Keflavík úr þeirri átt að fljúga þurfti þeim yfir höfuðborgarsvæðið, vegna annarrar flugumferðar.

Ásgeir segir Landhelgisgæsluna hafa óskað eftir skýringum á því hvers vegna þessi aðflugsleið hafi verið valin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×