Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 28-20 | Valsvörnin skellti í lás Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 22:34 Valskonur fagna eftir sigurinn á Eyjakonum í kvöld. vísir/hulda margrét Valur er kominn í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á ÍBV, 28-20, á Ásvöllum í kvöld. Þetta er í fjórtánda sinn sem Valskonur komast í bikarúrslit. Þar mætir Valur Fram í Reykjavíkurslag á laugardaginn. Frábær vörn og afbragðs markvarsla Söru Sifjar Helgadóttur lagði grunninn að sigri Vals. Sara Sif varði nítján skot í leiknum, eða 53 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með sjö mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði sex. Sunna Jónsdóttir, Marija Jovanovic og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir ÍBV. Marta Wawrzynowska átti mjög góðan leik í marki ÍBV og varði sextán skot (47 prósent) og Erla Rós Sigmarsdóttir átti sömuleiðis fína innkomu (fimm varin skot, 33 prósent) en það var langt frá því að duga til sigurs. Skotnýting ÍBV var afleit í kvöld, eða aðeins 39 prósent. Þá skoruðu Eyjakonur aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Elín Rósa Magnúsdóttir átti stórgóðan leik.vísir/hulda margrét Valskonur voru lengi í gang en náðu heljartaki á leiknum með góðum endaspretti í fyrri hálfleik og góðri byrjun á þeim seinni. Valskonur unnu síðustu átta mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu tíu mínútur þess seinni samtals 10-2. Leikurinn var afar jafn framan af og lítið bar í milli. Valskonur voru í vandræðum í sókninni framan af og skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir átta mínútur. En smám saman komst betri bragur á Valssóknina sem Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði af miklum myndarbrag. Sunna Jónsdóttir brýst í gegn.vísir/hulda margrét Hrafnhildur Hanna kom ÍBV yfir, 7-8, en Valur svaraði með fimm mörkum í röð, þar af fjórum frá Lovísu, og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Hrafnhildur Hanna skoraði svo síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því 12-9, Val í vil. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri. Eyjakonur komust ekkert áleiðis í sókninni og eftir tíu mínútur í seinni hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 17-10. Valsvörnin var í miklum ham í kvöld.vísir/hulda margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, bætti sjöunda sóknarmanninum við og það hleypti smá lífi í Eyjakonur sem minnkuðu muninn í fjögur mörk, 19-15. En nær komust þær ekki. Valskonur þurftu að hafa miklu minna fyrir mörkunum sínum og vörn þeirra tók svo aftur við sér undir lokin. Þá breikkaði bilið sífellt og var að lokum átta mörk, 28-20. Sara Sif: Þegar vörnin er svona góð er ekki annað hægt að gera en að taka sitt Sara Sif Helgadóttir var hógvær eftir leik.vísir/hulda margrét Sara Sif Helgadóttir átti lúxusleik í marki Vals þegar liðið vann ÍBV í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í kvöld. Sara varði nítján skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Leikurinn var jafn framan af en seinni hluta fyrri hálfleiks náði Valur undirtökunum. „Vörnin hrökk í gang. Við vorum rosa sterkar þar, brutum vel og markvarslan kom með. Það gaf okkur auðveld mörk fram á við og við sigldum aðeins fram úr,“ sagði Sara. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, og bætti bara í eftir hlé og náði fljótlega þægilegu forskoti. „Við fórum af krafti út úr fyrri hálfleik og inn í þann seinni. Þetta var geggjaður leikur heilt yfir nema kannski fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar,“ sagði Sara sem vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. „Þegar vörnin er svona góð er ekki annað hægt að gera en að taka sitt. Þetta er svo mikið samspil. Ef eitt kemur, þá kemur hitt yfirleitt með.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Sara sínum gömlu félögum í Fram. Hún hlakkar til leiksins stóra. „Það er eitthvað lúmskt gaman við að spila á móti Fram. Þetta verður ótrúlega spennandi leikur og ég mæli með því fyrir alla að mæta og horfa á þessi geggjuðu lið,“ sagði Sara að lokum. Hrafnhildur Hanna: Vorum ekki sjálfum okkur líkar stóran hluta leiksins Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti erfitt með að setja fingur á það hvað gerðist hjá ÍBV undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta var hörkuleikur til að byrja með. Valur er með frábært lið og við komum mjög vel stemmdar í leikinn. En hvað gerðist? Við vorum óagaðar, fengum nokkrar brottvísanir og misstum aðeins í vörninni. Ég veit ekki hvað er hægt að segja svona stuttu eftir leik en þetta er bara fúlt,“ sagði Hrafnhildur. „Við vorum þremur mörkum undir í hálfleik og þetta var enn leikur. Það var ekki endilega fyrri hálfleikurinn sem fór með þetta. Við skoruðum varla mark fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og það hjálpaði ekki neitt. Við misstum þær á milli okkar í vörninni sem hefur ekki verið vandamál. Við höfum verið þéttar þar en náðum því ekki í dag. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar stóran hluta leiksins og því miður fór sem fór.“ ÍBV náði aðeins að saxa á forskot Vals eftir að liðið byrjaði að spila með sjö í sókn. En áhlaupið var ekki nógu kröftugt og Valskonur tóku aftur fram úr. „Það okkur smá von og setti smá líf í þetta en þetta féll ekki okkar megin. Við tókum kannski vitlaus færi og náðum ekki að setja boltann inn. Þær bættu í og eru með frábært lið. Ég vil bara óska þeim til hamingju. En við erum drullufúlar. Við getum miklum betur en við sýndum í dag,“ sagði Hrafnhildur að endingu. Íslenski handboltinn Valur ÍBV
Valur er kominn í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á ÍBV, 28-20, á Ásvöllum í kvöld. Þetta er í fjórtánda sinn sem Valskonur komast í bikarúrslit. Þar mætir Valur Fram í Reykjavíkurslag á laugardaginn. Frábær vörn og afbragðs markvarsla Söru Sifjar Helgadóttur lagði grunninn að sigri Vals. Sara Sif varði nítján skot í leiknum, eða 53 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með sjö mörk og Thea Imani Sturludóttir skoraði sex. Sunna Jónsdóttir, Marija Jovanovic og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir ÍBV. Marta Wawrzynowska átti mjög góðan leik í marki ÍBV og varði sextán skot (47 prósent) og Erla Rós Sigmarsdóttir átti sömuleiðis fína innkomu (fimm varin skot, 33 prósent) en það var langt frá því að duga til sigurs. Skotnýting ÍBV var afleit í kvöld, eða aðeins 39 prósent. Þá skoruðu Eyjakonur aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Elín Rósa Magnúsdóttir átti stórgóðan leik.vísir/hulda margrét Valskonur voru lengi í gang en náðu heljartaki á leiknum með góðum endaspretti í fyrri hálfleik og góðri byrjun á þeim seinni. Valskonur unnu síðustu átta mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu tíu mínútur þess seinni samtals 10-2. Leikurinn var afar jafn framan af og lítið bar í milli. Valskonur voru í vandræðum í sókninni framan af og skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir átta mínútur. En smám saman komst betri bragur á Valssóknina sem Elín Rósa Magnúsdóttir stýrði af miklum myndarbrag. Sunna Jónsdóttir brýst í gegn.vísir/hulda margrét Hrafnhildur Hanna kom ÍBV yfir, 7-8, en Valur svaraði með fimm mörkum í röð, þar af fjórum frá Lovísu, og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Hrafnhildur Hanna skoraði svo síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því 12-9, Val í vil. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri. Eyjakonur komust ekkert áleiðis í sókninni og eftir tíu mínútur í seinni hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 17-10. Valsvörnin var í miklum ham í kvöld.vísir/hulda margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, bætti sjöunda sóknarmanninum við og það hleypti smá lífi í Eyjakonur sem minnkuðu muninn í fjögur mörk, 19-15. En nær komust þær ekki. Valskonur þurftu að hafa miklu minna fyrir mörkunum sínum og vörn þeirra tók svo aftur við sér undir lokin. Þá breikkaði bilið sífellt og var að lokum átta mörk, 28-20. Sara Sif: Þegar vörnin er svona góð er ekki annað hægt að gera en að taka sitt Sara Sif Helgadóttir var hógvær eftir leik.vísir/hulda margrét Sara Sif Helgadóttir átti lúxusleik í marki Vals þegar liðið vann ÍBV í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í kvöld. Sara varði nítján skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Leikurinn var jafn framan af en seinni hluta fyrri hálfleiks náði Valur undirtökunum. „Vörnin hrökk í gang. Við vorum rosa sterkar þar, brutum vel og markvarslan kom með. Það gaf okkur auðveld mörk fram á við og við sigldum aðeins fram úr,“ sagði Sara. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, og bætti bara í eftir hlé og náði fljótlega þægilegu forskoti. „Við fórum af krafti út úr fyrri hálfleik og inn í þann seinni. Þetta var geggjaður leikur heilt yfir nema kannski fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar,“ sagði Sara sem vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. „Þegar vörnin er svona góð er ekki annað hægt að gera en að taka sitt. Þetta er svo mikið samspil. Ef eitt kemur, þá kemur hitt yfirleitt með.“ Í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn mætir Sara sínum gömlu félögum í Fram. Hún hlakkar til leiksins stóra. „Það er eitthvað lúmskt gaman við að spila á móti Fram. Þetta verður ótrúlega spennandi leikur og ég mæli með því fyrir alla að mæta og horfa á þessi geggjuðu lið,“ sagði Sara að lokum. Hrafnhildur Hanna: Vorum ekki sjálfum okkur líkar stóran hluta leiksins Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti erfitt með að setja fingur á það hvað gerðist hjá ÍBV undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta var hörkuleikur til að byrja með. Valur er með frábært lið og við komum mjög vel stemmdar í leikinn. En hvað gerðist? Við vorum óagaðar, fengum nokkrar brottvísanir og misstum aðeins í vörninni. Ég veit ekki hvað er hægt að segja svona stuttu eftir leik en þetta er bara fúlt,“ sagði Hrafnhildur. „Við vorum þremur mörkum undir í hálfleik og þetta var enn leikur. Það var ekki endilega fyrri hálfleikurinn sem fór með þetta. Við skoruðum varla mark fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og það hjálpaði ekki neitt. Við misstum þær á milli okkar í vörninni sem hefur ekki verið vandamál. Við höfum verið þéttar þar en náðum því ekki í dag. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar stóran hluta leiksins og því miður fór sem fór.“ ÍBV náði aðeins að saxa á forskot Vals eftir að liðið byrjaði að spila með sjö í sókn. En áhlaupið var ekki nógu kröftugt og Valskonur tóku aftur fram úr. „Það okkur smá von og setti smá líf í þetta en þetta féll ekki okkar megin. Við tókum kannski vitlaus færi og náðum ekki að setja boltann inn. Þær bættu í og eru með frábært lið. Ég vil bara óska þeim til hamingju. En við erum drullufúlar. Við getum miklum betur en við sýndum í dag,“ sagði Hrafnhildur að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti