Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 14:32 Anatoliy Tymoshchuk í baráttu við Wayne Rooney í leik Englands og Úkraínu á EM 2012. getty/Martin Rose Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira