Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 10:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og húsnæði skrifstofu borgarstjóra Moskvu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum. Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Dagur segir í samtali við Vísi að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hafi raunar legið niðri árum saman. „Ég hef þegar sent Moskvu mótmæli borgarstjórnar, ályktun sem samþykkt var á síðasta fundi. Við fylgjumst vel með ákvörðunum annarra borga í þessum efnum í ljósi innrásarstriðsins í Úkraínu. Bæði á Norðurlöndum, Eystrarsaltslöndum og Póllandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Dagur. Athygli vakti í ágúst 2013 þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Dagur segist eiga fund með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í næstu viku þar sem stríðið í Úkraínu verði eitt aðalumræðuefnið. Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Akureyri og Múrmansk Auk Reykjavíkurborgar er Akureyrarbær einnig með rússneska borg í hópi vinaborga sinna, en Múrmansk er ein vinaborga sveitarfélagsins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við fréttastofu að mögulegar breytingar á vinaborgatengslum Akureyrar og Múrmansk hafi ekki verið ræddar í bæjarstjórn Akureyrar, en telur þó ekki útilokað að það verði gert. Ráðhús Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn.Vísir/Vilhelm Danskar borgir slíta á vinatengslin Danska ríkisútvarpið sagði frá því í gær að Árósir hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi borgarinnar og Pétursborgar í Rússlandi. Sömuleiðis hafi Álaborg hafi ákveðið að slíta vinaborgasambandi sínu og Pushkin, suður af Pétursborg. Í fréttinni segir að hlé hafi verið gert á vinaborgasambandi borganna fyrir einhverjum árum vegna stöðu hinegin fólks í Rússlandi, en að nú hafi dönsku borgirnar ákveðið að slíta á tengslin endanlega. Borgarstjórn Árósa ákvað ennfremur að hefja viðræður við einhverja úkraínska borg um vinaborgasamstarf. Kænugarðsstræti eða -torg í Reykjavík Borgir víða í Evrópu hafa brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með ýmsum hætti, meðal annars með því breyta nafni gatna þar sem rússneskt sendiráð er að finna, á þann veg að kenna þær við Úkraínu. Í Reykjavík samþykkti skipulags- og samgönguráð einróma á fundi sínum á miðvikudag að fela nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Samþykktin kom í kjölfar tillögu Sjálfstæðismanna um að breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, þar sem rússneska sendiherrabústaðinn er að finna, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9. mars 2022 16:39
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. 2. mars 2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39