102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 21:04 Guðrún Valdimarsdóttir, 102 ára ljóðskáld á Sólvöllum á Eyrarbakka með bókina sína „Bláklukkur“, sem hún gaf út þegar hún var rúmlega níræð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul. Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé. Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé.
Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira