Innlent

Nokkuð um mis­heppnaðar inn­brots­til­raunir

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla var einnig kölluð út vegna uppferðaróhappa og slagsmála í heimahúsi þar sem einn var handtekinn.
Lögregla var einnig kölluð út vegna uppferðaróhappa og slagsmála í heimahúsi þar sem einn var handtekinn. Vísir/Vilhelm

Nokkuð var um misheppnaðar innbrotstilraunir á höfuðborgarsvæðinu í gær ef marka má skeyti frá lögreglu.

Rétt fyrir klukkan sjö í gær var lögregla kölluð til vegna slíkrar tilraunar. Þar var maðurinn á bak og burt þegar lögreglu bar að garði en augljósa merki voru um að reynt hafi verið að komast inn um glugga.

Rétt fyrir tíu kom síðan svipuð tilkynning til lögreglustöðvarinnar sem sér um Kópavog og Breiðholt. Þar hafði rúða verið brotin og líklega um innbrot í fyrirtæki að ræða en það mun vera í rannsókn.

Að síðustu var maður handtekinn um þrjúleytið í nótt í austurborginni. Sá er grunaður um að hafa verið í innbrotaleiðangri og rannsakar lögregla nú mál hans.

Að auki bárust að sögn lögreglu þónokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir.

Loks segir að lögregla hafi einnig verið kölluð út vegna uppferðaróhappa og slagsmála í heimahúsi þar sem einn var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×