Talsmaður mannréttindabrota Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. mars 2022 13:00 Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar