Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. mars 2022 10:30 Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu. Mikilvægi NATO-aðildar – Andstaða VG Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands og öryggis- og varnarmál byggja á. Þrátt fyrir það er hvorki minnst einu orði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á Atlantshafsbandalagið (NATO) né Varnarsamninginn við Bandaríkin þegar kemur að öryggis- og varnarmálum okkar Íslendinga. Forsætisráðherra landsins er andstæðingur NATO og Varnarsamningsins við Bandaríkin, þessum grunnstoðum í öryggismálum þjóðarinnar. Stefna VG – flokks forsætisráðherra - fer gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda. Ótrúlegt er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haft öryggishagsmuni þjóðarinnar í huga við gerð sjálfs stjórnarsáttmálans og sýnir það innihalds- og stefnuleysi. Þjóðir Austur-Evrópu sem voru hersetnar af Sovétríkjunum í Kaldastríðinu og fengu frelsi við fall Sovétríkjanna lögðu strax gríðarlega áherslu á NATO-aðild. Það var til að þjóðirnar gætu varið nýfengið frelsi og mannréttindi sem því fylgdi og eru vestrænum þjóðum svo sjálfsögð. NATO-aðildin ver þetta frelsi og það þarf að gera með herstyrk NATO. Saga Evrópu hefur kennt þessum þjóðum og Evrópu það. Mannréttindi í Evrópu Evrópuráðinu og mannréttindakerfi Evrópu – Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu, mikilvægustu stofnunum Evrópuráðsins – var komið á í Kaldastríðinu til að skapa grundvöll fyrir baráttu hins frjálsa heims og hvaða grunngildum og mannréttindum NATO er ætlað að verja. Forsætisráðherra og flokkur hans eru andstæðingar þessarar varnar og hefur verið svo frá upphafi. Mannréttindasáttmáli Evrópu er önnur af tveim grunnstoðum Íslands þegar kemur að mannréttindum og hefur sáttmálinn haft gríðarleg áhrif hér á landi. Hin stoðin, mannréttindakafli stjórnarskrárinnar byggir á sáttmálanum og voru ákvæði hans tekin nánast orðrétt upp í stjórnarskránna við endurskoðun kaflans árið 1995. Holur hljómur er hjá þeim sem eru skreyta sig í umræðu um mannréttindi hér á landi og viðurkenna ekki sögulegan uppruna mannréttindakerfis Evrópu og eru andsnúnir aðild að því varnarbandalagi sem hefur það hlutverk að verja það. Nánast allar réttarbætur á Íslandi síðustu áratuga hafa orðið á vegna áhrifa Mannréttindasáttmála Evrópu. Nokkrar merkustu ræður í sögu Alþingis voru fluttar þegar Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu um miðja síðustu öld. Jóhann Jósefsson, alþingismaður, vitnaði í Pétur Benediktsson sendiherra, sem sagði: „Þessi samtök til verndunar mannréttindum eru hornsteinn þess varnarvirkis, sem verður bakhjarl baráttu vorrar fyrir mannréttindum gegn þeim, sem nú ógna rétti og persónulegu frelsi.“ Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, sagði: „Íslendingar, eða meginhluti landsfólksins hér, teljum þessi réttindi sjálfsögð, þá er því ekki að leyna, að bæði er uppi hér á landi og annars staðar öflug pólitísk hreyfing, sem hefur það fyrir meginkjarna í sinni stefnu að afneita þessum réttindum.“ Samstaða með úkraínsku þjóðinni Úkraína er ekki aðildarríki NATO og úkraínska þjóðin háir nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Mikilvægt er að Ísland standi þétt með vestrænum þjóðum í þeim aðgerðum sem þau hafa farið í til að stöðva stríðið í Úkraínu, sem hófst með innrás Pútíns, og þeim aðgerðum sem ætlað er tryggja öryggi okkar. Þýskaland, öflugasta ríki Evrópu, hefur nú gjörbreytt um stefnu varnamálum og stóraukið fjármagn til varnarmála og sent vopn til Úkraínu. Hér eru grundvallarbreytingu að ræða sem kallað hefur verið eftir í árum saman. Eftirstríðsárunum lauk 24. febrúar 2022 með innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er bjart framundan í þessu stríðsátökum. Rússar hafa áður jafnað borgir líkt og Grozný í Téténíu og Aleppo í Sýrlandi við jörðu og slíkar hörmungar gætu orðið í Úkraínu. Ísland á að lýsa yfir fullri samstöðu með hinni hugrökku úkraínsku þjóð sem berst við ofurefli á þessari örlagastundu. Við eigum einnig að lýsa yfir samstöðu með þeim fjölmörgu hugrökku Rússum sem hafa mótmælt árásum yfirvalda þar í landi á nágrannaþjóð í fjölmörgum borgum Rússlands. Þúsundir Rússa hafa verið handteknir vegna þessara mótmæla og frelsi fjölmiðla hefur verið skert enn frekar. Við þurfum að taka vel á móti þeim Úkraínumönnum sem hingað vilja leita á þessum erfiðu tímum í sögu úkraínsku þjóðarinnar og Evrópu allrar. Einnig þurfum við að veita aðstoð þeim mikla fjölda flóttamanna sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það getum við gert með því að bjóða fram aðstoð okkar í formi sérfræðiaðstoðar í aðhlynningu og áfallahjálp og ekki síst að senda fjármagn til alþjóðastofnanna og samtaka sem eru að taka á móti flóttamönnum. Það er skylda okkar að standa með vestrænum þjóðum og taka þátt í NATO í samræmi við stærð okkar og getu sem herlausrar smáþjóðar. Þó ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um NATO-aðild er mikilvægt að Ísland sýni samstöðu í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar sjálfan grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Alþingi Utanríkismál NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Flokkur fólksins Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu. Mikilvægi NATO-aðildar – Andstaða VG Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands og öryggis- og varnarmál byggja á. Þrátt fyrir það er hvorki minnst einu orði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á Atlantshafsbandalagið (NATO) né Varnarsamninginn við Bandaríkin þegar kemur að öryggis- og varnarmálum okkar Íslendinga. Forsætisráðherra landsins er andstæðingur NATO og Varnarsamningsins við Bandaríkin, þessum grunnstoðum í öryggismálum þjóðarinnar. Stefna VG – flokks forsætisráðherra - fer gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda. Ótrúlegt er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki haft öryggishagsmuni þjóðarinnar í huga við gerð sjálfs stjórnarsáttmálans og sýnir það innihalds- og stefnuleysi. Þjóðir Austur-Evrópu sem voru hersetnar af Sovétríkjunum í Kaldastríðinu og fengu frelsi við fall Sovétríkjanna lögðu strax gríðarlega áherslu á NATO-aðild. Það var til að þjóðirnar gætu varið nýfengið frelsi og mannréttindi sem því fylgdi og eru vestrænum þjóðum svo sjálfsögð. NATO-aðildin ver þetta frelsi og það þarf að gera með herstyrk NATO. Saga Evrópu hefur kennt þessum þjóðum og Evrópu það. Mannréttindi í Evrópu Evrópuráðinu og mannréttindakerfi Evrópu – Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu, mikilvægustu stofnunum Evrópuráðsins – var komið á í Kaldastríðinu til að skapa grundvöll fyrir baráttu hins frjálsa heims og hvaða grunngildum og mannréttindum NATO er ætlað að verja. Forsætisráðherra og flokkur hans eru andstæðingar þessarar varnar og hefur verið svo frá upphafi. Mannréttindasáttmáli Evrópu er önnur af tveim grunnstoðum Íslands þegar kemur að mannréttindum og hefur sáttmálinn haft gríðarleg áhrif hér á landi. Hin stoðin, mannréttindakafli stjórnarskrárinnar byggir á sáttmálanum og voru ákvæði hans tekin nánast orðrétt upp í stjórnarskránna við endurskoðun kaflans árið 1995. Holur hljómur er hjá þeim sem eru skreyta sig í umræðu um mannréttindi hér á landi og viðurkenna ekki sögulegan uppruna mannréttindakerfis Evrópu og eru andsnúnir aðild að því varnarbandalagi sem hefur það hlutverk að verja það. Nánast allar réttarbætur á Íslandi síðustu áratuga hafa orðið á vegna áhrifa Mannréttindasáttmála Evrópu. Nokkrar merkustu ræður í sögu Alþingis voru fluttar þegar Ísland gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu um miðja síðustu öld. Jóhann Jósefsson, alþingismaður, vitnaði í Pétur Benediktsson sendiherra, sem sagði: „Þessi samtök til verndunar mannréttindum eru hornsteinn þess varnarvirkis, sem verður bakhjarl baráttu vorrar fyrir mannréttindum gegn þeim, sem nú ógna rétti og persónulegu frelsi.“ Bjarni Benediktsson, þá dómsmálaráðherra, sagði: „Íslendingar, eða meginhluti landsfólksins hér, teljum þessi réttindi sjálfsögð, þá er því ekki að leyna, að bæði er uppi hér á landi og annars staðar öflug pólitísk hreyfing, sem hefur það fyrir meginkjarna í sinni stefnu að afneita þessum réttindum.“ Samstaða með úkraínsku þjóðinni Úkraína er ekki aðildarríki NATO og úkraínska þjóðin háir nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Mikilvægt er að Ísland standi þétt með vestrænum þjóðum í þeim aðgerðum sem þau hafa farið í til að stöðva stríðið í Úkraínu, sem hófst með innrás Pútíns, og þeim aðgerðum sem ætlað er tryggja öryggi okkar. Þýskaland, öflugasta ríki Evrópu, hefur nú gjörbreytt um stefnu varnamálum og stóraukið fjármagn til varnarmála og sent vopn til Úkraínu. Hér eru grundvallarbreytingu að ræða sem kallað hefur verið eftir í árum saman. Eftirstríðsárunum lauk 24. febrúar 2022 með innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er bjart framundan í þessu stríðsátökum. Rússar hafa áður jafnað borgir líkt og Grozný í Téténíu og Aleppo í Sýrlandi við jörðu og slíkar hörmungar gætu orðið í Úkraínu. Ísland á að lýsa yfir fullri samstöðu með hinni hugrökku úkraínsku þjóð sem berst við ofurefli á þessari örlagastundu. Við eigum einnig að lýsa yfir samstöðu með þeim fjölmörgu hugrökku Rússum sem hafa mótmælt árásum yfirvalda þar í landi á nágrannaþjóð í fjölmörgum borgum Rússlands. Þúsundir Rússa hafa verið handteknir vegna þessara mótmæla og frelsi fjölmiðla hefur verið skert enn frekar. Við þurfum að taka vel á móti þeim Úkraínumönnum sem hingað vilja leita á þessum erfiðu tímum í sögu úkraínsku þjóðarinnar og Evrópu allrar. Einnig þurfum við að veita aðstoð þeim mikla fjölda flóttamanna sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það getum við gert með því að bjóða fram aðstoð okkar í formi sérfræðiaðstoðar í aðhlynningu og áfallahjálp og ekki síst að senda fjármagn til alþjóðastofnanna og samtaka sem eru að taka á móti flóttamönnum. Það er skylda okkar að standa með vestrænum þjóðum og taka þátt í NATO í samræmi við stærð okkar og getu sem herlausrar smáþjóðar. Þó ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um NATO-aðild er mikilvægt að Ísland sýni samstöðu í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar sjálfan grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar