„Ég er ekki hálfviti – við ættum að ganga í Evrópusambandið“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 12:20 Bubbi Morthens, holdgervingur þjóðarsálarinnar, hefur fram til þessa verið andvígur inngöngu Íslands í ESB. En hann hefur nú breytt um skoðun. Foto: Bubbi Morthens/Egill Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, holdgervingur íslensku þjóðarsálarinnar, er kominn á þá skoðun að réttast sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32