Vegir um Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Kjalarnes eru allir lokaðir en á Suðvesturlandi er snjóþekja eða hálka á öllum leiðum, mjög slæmt skyggni og erfitt ferðaveður.
Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að kanna vel aðstæður áður en lagt er af stað.
Búið er að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg.
Á Vesturlandi er víða þæfingsfærð eða ófærð og veðurútlit fyrir daginn slæmt og má búast við að leiðir loki þegar líður á daginn. Óvissa er um ferðir Baldurs á Breiðafirði í dag.
Uppfært 7:55: Búið er að opna veginn um Kjalarnes.