„Þurfum að gefa réttum leikmönnum rétta leiki á réttum tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2022 19:01 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Stöð 2 í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, kynnti í dag 23 manna hóp fyrir vináttuleikina gegn Finnlandi og Spáni í lok mánaðarins. Hann segir að þó að verkefnið framundan sé kannski ekki það mest spennandi þá sé það mjög mikilvægt fyrir liðið. „Jú, þetta er bara svolítið ný byrjun. Það sem er kannski mikilvægt fyrir okkur líka sem þjálfara er að við erum að fara út og erum að fá liðið til okkar á mánudegi og svo er leikur á laugardegi þannig við fáum fjóra heila æfingadaga sem við fengum ekki árið 2021,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Svavarsdóttur. „Við fengum ekki svona mikið af æfingadögum til að reyna þau gildi sem eru mikilvæg fyrir okkur og við þurfum að reyna að æfa þau og koma þeim inn í liðið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Hann segir einnig að verkefnið sé mikilvægt að því leiti að hópurinn sem var valinn er að miklu leiti hópurinn sem þjálfarateymið horfir til næstu árin. „Já svo er það hinn hlutinn af þessu. Eins og við vitum þá töpuðum við rosalega mörgum leikmönnum og leikjum og reynslu í fyrra, eitthvað hátt í áttahundruð leikir. Við förum frá því að vera elsta liðið í Evrópu yfir í að vera það yngsta. Þannig að við erum að vanda okkur rosalega mikið við það að velja réttu leikmennina og að setja upp plan þar sem þessir ungu leikmenn fá nógu marga leiki í bakpokann til að geta tekist á við það verkefni að vinna landsleik. Það er bara mjög erfitt mál. Þannig að við þurfum að gefa réttum leikmönnum rétta leiki á réttum tíma.“ Klippa: Viðtal: Arnar Þór Viðarsson Finnar á svipuðum stað og við en frábær reynsla að spila á móti Spánverjum En ef við einbeitum okkur að leikjunum sem framundan eru gegn Finnum og Spánverjum segist Arnar einbeita sér sérstaklega að leiknum gegn Finnlandi. „Við vitum að Finnar eru að spila ákveðna leikaðferð sem bæði Albanía og Ísrael hafa verið að gera þannig að við getum æft svolítið fyrir júnígluggann. Svo er Finnland líka að spila í B-deildinni í Þjóðardeildinni eins og við þannig að „level-ið“ á þeim ætti að vera eitthvað sem við ættum að ráða við.“ „Svo er auðvitað leikur á móti Spánverjum sem er frábær reynsla og frábært að fá að spila á móti Spánverjum. Ég var nú að sjá hópinn sem kom út hjá þeim áðan og þetta er enginn smá hópur. Þannig að það er mjög skemmtilegt en þetta er ekki leikur sem við ætlum að fara að æfa sóknarleik mikið. Það verður leikur þar sem við erum að æfa að liggja lægra og æfa meira varnarleikinn.“ „Þegar leikmenn eru tilbúnir að leggja svona mikið á sig til að spila fyrir land og þjóð þá segir það sitt“ Hörður Björgvin Magnússon kom inn í íslenska hópinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hörður leikur með rússneska liðinu CSKA Moskvu, en Arnar segir að þrátt fyrir ástandið í Rússlandi og Úkraínu hafi ekki verið mikið mál að fá Hörð inn í hópinn, en að ferðalagið gæti orðið ævintýri. „Hörður var bara mjög áhugasamur um að koma og það er það sem maður vill heyra frá leikmönnunum sínum. Að þeir hafi vilja til að koma sama hvað.“ „En ferðalagið hjá honum verður líka mjög mikið ævintýri. Ég sagði það líka á blaðamannafundinum áðan að það hafi tekið held ég hálfan vinnudag að finna flug fyrir hann. En þegar leikmenn eru tilbúnir að leggja svona mikið á sig til að spila fyrir land og þjóð þá segir það sitt.“ Þá segist Arnar líka hafa haft samband við Hörð um leið og stríðið braust út. „Já já, að sjálfsögðu. Um leið og stríðið braust út þá höfðum við náttúrulega samband og ég hafði líka samband við Hödda um leið og hann byrjaði að spila. En við vitum alveg hvernig staðan er hjá honum persónulega og hjá hans liði. Þetta er eitthvað sem við getum ekkert ímyndað okkur hernig er. En ég held að Hörður fái að útskýra það bara sjálfur þegar hann er kominn inn í hópinn hjá okkur.“ Teymið að stækka og púsluspilið að verða klárt Jóhannes Karl Guðjónsson tók nýlega við stöðu aðstoðarþjálfar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og Arnar segir hann koma vel inn í teymið. „Bara frábært að fá hann inn. Jói er búinn að vera mjög duglegur og frábært að fá hann inn. Hann hefur verið að greina stöðuna mikið og er að pæla í öllum mögulegum hlutum varðandi það hvernig við getum bætt okkur og hvernig við getum haldið áfram að styrkja okkar styrkleika.“ „Svo er teymið að verða aðeins stærra og við erum að fá nýjan greinanda inn og nýjan þolþjálfara. Þannig að púsluspilið er að verða tilbúið“ Að lokum var Arnar spurður að því hvort að þjálfarateymið væri eitthvað farið að velta fyrir sér hver yrði arftaki fyrirliðabnadsins og svarið við því var ekki flókið. „Nei. Við erum með fyrirliða í hópnum og hann er ekkert að fara að hætta,“ sagði Arnar léttur að lokum. Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Jú, þetta er bara svolítið ný byrjun. Það sem er kannski mikilvægt fyrir okkur líka sem þjálfara er að við erum að fara út og erum að fá liðið til okkar á mánudegi og svo er leikur á laugardegi þannig við fáum fjóra heila æfingadaga sem við fengum ekki árið 2021,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Svavarsdóttur. „Við fengum ekki svona mikið af æfingadögum til að reyna þau gildi sem eru mikilvæg fyrir okkur og við þurfum að reyna að æfa þau og koma þeim inn í liðið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Hann segir einnig að verkefnið sé mikilvægt að því leiti að hópurinn sem var valinn er að miklu leiti hópurinn sem þjálfarateymið horfir til næstu árin. „Já svo er það hinn hlutinn af þessu. Eins og við vitum þá töpuðum við rosalega mörgum leikmönnum og leikjum og reynslu í fyrra, eitthvað hátt í áttahundruð leikir. Við förum frá því að vera elsta liðið í Evrópu yfir í að vera það yngsta. Þannig að við erum að vanda okkur rosalega mikið við það að velja réttu leikmennina og að setja upp plan þar sem þessir ungu leikmenn fá nógu marga leiki í bakpokann til að geta tekist á við það verkefni að vinna landsleik. Það er bara mjög erfitt mál. Þannig að við þurfum að gefa réttum leikmönnum rétta leiki á réttum tíma.“ Klippa: Viðtal: Arnar Þór Viðarsson Finnar á svipuðum stað og við en frábær reynsla að spila á móti Spánverjum En ef við einbeitum okkur að leikjunum sem framundan eru gegn Finnum og Spánverjum segist Arnar einbeita sér sérstaklega að leiknum gegn Finnlandi. „Við vitum að Finnar eru að spila ákveðna leikaðferð sem bæði Albanía og Ísrael hafa verið að gera þannig að við getum æft svolítið fyrir júnígluggann. Svo er Finnland líka að spila í B-deildinni í Þjóðardeildinni eins og við þannig að „level-ið“ á þeim ætti að vera eitthvað sem við ættum að ráða við.“ „Svo er auðvitað leikur á móti Spánverjum sem er frábær reynsla og frábært að fá að spila á móti Spánverjum. Ég var nú að sjá hópinn sem kom út hjá þeim áðan og þetta er enginn smá hópur. Þannig að það er mjög skemmtilegt en þetta er ekki leikur sem við ætlum að fara að æfa sóknarleik mikið. Það verður leikur þar sem við erum að æfa að liggja lægra og æfa meira varnarleikinn.“ „Þegar leikmenn eru tilbúnir að leggja svona mikið á sig til að spila fyrir land og þjóð þá segir það sitt“ Hörður Björgvin Magnússon kom inn í íslenska hópinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hörður leikur með rússneska liðinu CSKA Moskvu, en Arnar segir að þrátt fyrir ástandið í Rússlandi og Úkraínu hafi ekki verið mikið mál að fá Hörð inn í hópinn, en að ferðalagið gæti orðið ævintýri. „Hörður var bara mjög áhugasamur um að koma og það er það sem maður vill heyra frá leikmönnunum sínum. Að þeir hafi vilja til að koma sama hvað.“ „En ferðalagið hjá honum verður líka mjög mikið ævintýri. Ég sagði það líka á blaðamannafundinum áðan að það hafi tekið held ég hálfan vinnudag að finna flug fyrir hann. En þegar leikmenn eru tilbúnir að leggja svona mikið á sig til að spila fyrir land og þjóð þá segir það sitt.“ Þá segist Arnar líka hafa haft samband við Hörð um leið og stríðið braust út. „Já já, að sjálfsögðu. Um leið og stríðið braust út þá höfðum við náttúrulega samband og ég hafði líka samband við Hödda um leið og hann byrjaði að spila. En við vitum alveg hvernig staðan er hjá honum persónulega og hjá hans liði. Þetta er eitthvað sem við getum ekkert ímyndað okkur hernig er. En ég held að Hörður fái að útskýra það bara sjálfur þegar hann er kominn inn í hópinn hjá okkur.“ Teymið að stækka og púsluspilið að verða klárt Jóhannes Karl Guðjónsson tók nýlega við stöðu aðstoðarþjálfar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og Arnar segir hann koma vel inn í teymið. „Bara frábært að fá hann inn. Jói er búinn að vera mjög duglegur og frábært að fá hann inn. Hann hefur verið að greina stöðuna mikið og er að pæla í öllum mögulegum hlutum varðandi það hvernig við getum bætt okkur og hvernig við getum haldið áfram að styrkja okkar styrkleika.“ „Svo er teymið að verða aðeins stærra og við erum að fá nýjan greinanda inn og nýjan þolþjálfara. Þannig að púsluspilið er að verða tilbúið“ Að lokum var Arnar spurður að því hvort að þjálfarateymið væri eitthvað farið að velta fyrir sér hver yrði arftaki fyrirliðabnadsins og svarið við því var ekki flókið. „Nei. Við erum með fyrirliða í hópnum og hann er ekkert að fara að hætta,“ sagði Arnar léttur að lokum. Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn