Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2022 21:01 Mæðgurnar ætla að snúa aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur. Vísir/Einar Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira