Lágar álögur. Líka fyrir barnafjölskyldur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. mars 2022 12:00 Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Við í Viðreisn viljum breyta þessu því við viljum lágar álögur á alla íbúa en ekki bara fyrir suma. Því mun Viðreisn í Garðabæ leggja áherslu á að lækka álögur á barnafjölskyldur með því að lækka leikskólagjöld um 5% strax á nýju kjörtímabili. Það er engin sanngirni falin í því að barnafjölskyldum í Garðabæ sé mismunað með þessum hætti. Við í Viðreisn viljum að ungt fólk velji að búa í okkar góða bæ og sé gert valið kleift óháð efnahag. Við viljum sanngjarnt samfélag í Garðabæ þar sem barnafjölskyldum er mætt með raunverulegum aðgerðum. Garðabær hefur efni á að gera betur Garðabær er ríkt sveitarfélag. Á síðasta ári voru tekjur umfram áætlun um 1,5 milljarður sem skýrist að mestu leyti af því að fleiri barnafjölskyldur fluttu í bæinn en meirihlutinn hafði gert sér í hugarlund. Það er mikill vöxtur í Garðabænum og að þeim dýrmæta vexti þarf að hlúa sérstaklega. Vexti sem kristallast í þessari fjölgun barnafjölskyldna. Til að tryggja framtíð sveitarfélagsins vill Viðreisn sjá Garðabæ þróast betur sem fjölskylduvænt sveitarfélag, þar sem stutt er við barnafjölskyldur með öllum tiltækum ráðum. Það á ekki að vera svo að það sé dýrara að búa í Garðabæ en annars staðar. Við í Viðreisn stöndum fyrir ábyrgri fjármálastjórn í þágu velferðar. Því fylgir annað og meira en meirihlutinn hér í Garðabæ stærir sig af. Með faglegri vinnubrögðum lækkum við leikskólagjöld Opinbert stjórnvald, líkt og Garðabær, þarf að tileinka sér faglega stjórnsýslu og rekstur. Það þarf að tryggja að hagkvæmasta leiðin sé farin við kaup á vöru og þjónustu og fylgja lögum um opinber innkaup. Við í Viðreisn viljum að þeirri einföldu línu sé fylgt að fara eigi með slík kaup í útboð, hikstalaust. Það á að fá sem besta þjónustu og vörur án þess að greiða of mikið fyrir. Þar gegna útboð gríðarlega miklu máli. Lögbundin útboð standa því miður í núverandi meirihluta, þrátt fyrir mæt tilmæli í stjórnsýsluúttekt sem gerð var í sveitarfélaginu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ítrekað hafa ákvarðanir verið teknar um kaup, án útboðs, upp á hundruði milljóna. Við í Viðreisn höfum mótmælt þessu. Því miður hafa þau mótmæli fallið fyrir daufum eyrum meirihlutans. Viðreisn í Garðabæ telur að með því að tryggja faglegri vinnubrögð og festa útboð í sessi getum við sparað sveitarfélaginu hátt í 2 milljarða á næstu fimm árum. Þessa milljarða getum við notað til að lækka leikskólagjöld strax og gera Garðabæ enn betri bæ til að búa í fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar