Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2022 13:12 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. píratar Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira