Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 16:38 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. „Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - FH | Stórleikur í Mosó Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Sjá meira