Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 16:38 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. „Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira
„Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira