„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra" Brynhildur Þorbjarnardóttir skrifar 22. mars 2022 10:01 Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun