Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun