Umspil fyrir HM í Katar hefst í dag: Ítalía og Portúgal gætu mæst í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2022 07:00 Það stefnir allt í að Portúgal og Ítalía mætist í úrslitaleik um sæti á HM í Katar. Getty Images Í kvöld hefst umspil undankeppni UEFA um sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Evrópumeistarar Ítalíu og stjörnum prýtt lið Portúgals hefja leik en þau gætu mæst í úrslitaleik um sæti á mótinu. Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Þegar undankeppni UEFA fyrir HM lauk var ljóst að Belgía, Danmörk, England, Frakkland, Holland, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og Þýskaland væru á leiðinni til Katar í nóvember á þessu ári. UEFA átti þó enn eftir að útdeila þremur þjóðum sæti á HM. Til að ákvarða hvaða þjóðir myndu komast á þetta helsta stórmót íþróttaheimsins var ákveðið að senda tólf lið í umspil; Allar 10 þjóðirnar sem enduðu í 2. sæti í undankeppni ásamt tveimur þjóðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Til að gera þetta sem flóknast var ákveði að skipta þjóðunum 12 niður í þrjá mismunandi hópa (Leið 1, 2 og 3). Þar var dregið hvaða þjóðir myndu mætast í undanúrslitum og sigurvegarnir úr þeim leikjum færu svo í úrslitaleik um sæti á HM. Portúgal og Ítalía drógust saman í leið og er því ljóst að annað hvort missa Evrópumeistarar Ítalíu af HM eða stjörnum prýdd lið Portúgals. 11 þjóðir eftir Rússland var meðal þeirra 12 þjóða sem áttu að taka þátt í umspilinu. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu var ákveðið að sparka þeim úr keppni. Pólland - sem átti að mæta Rússlandi í undanúrslitum í Leið 2 - er þar með komið í úrslit gegn Tékklandi eða Svíþjóð. Þá verður leikur Skotlands og Úkraínu ekki spilaður fyrr en í júní á þessu ári. Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í hvaða leið en fjórir leikir fara fram í dag. Þar af verða tveir sýndir beint á Stöð 2 Sport, eru það leikir Ítalíu og Portúgals. Í Leið 1 er allt opið og erfitt að spá fyrir um hvað gerist. Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní Leið 2 er uppgjör stjörnuframherja en hinn tékkneski Patrik Schick hefur átt frábært tímabil með Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowsk hefur einnig átt ágætis tímabil með Bayern München. Þá virðist hinn fertugi Zlatan Ibrahimović ætla að spila til fimmtugs. Undanúrslit: Svíþjóð – Tékkland (24. mars)Undanúrslit: Pólland komið áframÚrslitaleikur: 29. mars Svo komum við að Leið 3. Þar er nánast gefið að Ítalía og Portúgal mætist í úrslitaleik um sæti á HM. Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars Útsendingar frá báðum leikjum hefjast klukkan 19.35 og leikirnir sjálfir tíu mínútum síðar eða 19.45.
Undanúrslit: Skotland – Úkraína (Frestað þangað til í júní)Undanúrslit: Wales – Austurríki (24. mars)Úrslit: Frestað þangað til í júní
Undanúrslit: Ítalía – Norður-Makedónía (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 2Undanúrslit: Portúgal – Tyrkland (24. mars) – Sýndur beint á Stöð 2 Sport 3Úrslit: 29. mars
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti