Arnar: Kemur alltaf að þessu Árni Konráð Árnason skrifar 25. mars 2022 20:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Vilhelm FH vann dramatískan 2-1 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir svekkjandi að hafa tapað leiknum. „Það kemur alltaf að þessu“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í fyrsta silfur Víkings undir hans stjórn. Arnar hélt áfram: „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög sterkur hjá okkur, við hefðum átt að fara með fleiri mörk í seinni hálfleikinn. Í seinni hálfleik að þá bætti í vindinn og þetta var erfiður leikur, erfiður leikur fyrir bæði lið.“ Víkingar voru með tök á leiknum í fyrri hálfleik, þó að FH hafi vissulega fengið sín færi. FH-ingar mættu þó grimmir til leiks í þeim síðari. „FH-ingar komu með mjög gott leikplan í seinni hálfleik, lágu til baka og voru að vonast eftir skyndisóknum, þeir nýttu tvö færi mjög vel“ sagði Arnar. „Það er svekkjandi að tapa úrslitaleik, það er svekkjandi að missa takið og þessa áru yfir að vinna úrslitaleiki. Það þarf ekki meira til í fótbolta til þess að gefa hinum liðunum smá von og þá halda hin liðin að þau eigi einhvern sjéns,“ bætti Arnar við. Honum fannst sitt lið þó vera með tök á leiknum í fyrri hálfleik en fannst leikurinn hafa farið út í bull í seinni hálfleik og vísar þar í að mikill vindur var á vellinum og leiðinlegar aðstæður. Arnar fer inn á að þeir eru með nýtt miðvarapar, en þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu ekki halda áfram inn á vellinum. „Þetta er mjög ólíkt okkur, við þurfum að synca okkur saman og þetta er það sem gerist þegar að þú ert með nýja varnarmenn“ sagði Arnar að endingu en hann telur að Víkingar hefðu átt að geta komið í veg fyrir bæði mörkin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
„Það kemur alltaf að þessu“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í fyrsta silfur Víkings undir hans stjórn. Arnar hélt áfram: „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög sterkur hjá okkur, við hefðum átt að fara með fleiri mörk í seinni hálfleikinn. Í seinni hálfleik að þá bætti í vindinn og þetta var erfiður leikur, erfiður leikur fyrir bæði lið.“ Víkingar voru með tök á leiknum í fyrri hálfleik, þó að FH hafi vissulega fengið sín færi. FH-ingar mættu þó grimmir til leiks í þeim síðari. „FH-ingar komu með mjög gott leikplan í seinni hálfleik, lágu til baka og voru að vonast eftir skyndisóknum, þeir nýttu tvö færi mjög vel“ sagði Arnar. „Það er svekkjandi að tapa úrslitaleik, það er svekkjandi að missa takið og þessa áru yfir að vinna úrslitaleiki. Það þarf ekki meira til í fótbolta til þess að gefa hinum liðunum smá von og þá halda hin liðin að þau eigi einhvern sjéns,“ bætti Arnar við. Honum fannst sitt lið þó vera með tök á leiknum í fyrri hálfleik en fannst leikurinn hafa farið út í bull í seinni hálfleik og vísar þar í að mikill vindur var á vellinum og leiðinlegar aðstæður. Arnar fer inn á að þeir eru með nýtt miðvarapar, en þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu ekki halda áfram inn á vellinum. „Þetta er mjög ólíkt okkur, við þurfum að synca okkur saman og þetta er það sem gerist þegar að þú ert með nýja varnarmenn“ sagði Arnar að endingu en hann telur að Víkingar hefðu átt að geta komið í veg fyrir bæði mörkin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Víkingur - FH 1-2 | FH Lengjubikarmeistari þökk sé marki í blálokin FH lagði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmark leiksins með síðasta skoti leiksins undir lok uppbótartíma, lokatölur 2-1 Hafnfirðingum í vil. 25. mars 2022 19:00