Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:01 Hilmar Örn Kolbeins veit ekki hvort hann fái áfram heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Samningurinn rennur út á þriðjudag og hann hefur engin svör fengið frá borginni um hvort samningurinn verði framlengdur. Vísir/Egill Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur. Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur.
Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira