Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2022 15:00 Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skíðasvæði Stefán Pálsson Vinstri græn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun