Sigmundi sárnaði glósur og háðstónn í umfjöllun um fjárkúgunarmálið Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2022 11:54 Í nýjum hlaðvarpsþætti fjalla þær Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yagi um minnisstæði fréttamál. Fyrsti þátturinn fjallar um einstakt mál, þegar þær Malín Brand og Hlín Einarsdóttir reyndu að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra. Þær vildu fá átta milljónir króna ellegar yrðu upplýsingar um kaup hans á DV gerð opinber. Þær vissu hvar barn forsætisráðherra væri á leikskóla. Sumarið 2015 barst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra landsins bréf þar sem því var hótað að óþægilegar upplýsingar um hann myndu birtast um hann ef hann borgaði ekki átta milljónir króna. Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið
Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01