Danir drottna yfir handboltaheiminum Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 17:00 Niklas Landin og Sandra Toft voru best í heimi í handbolta á árinu 2021. Getty Danir eiga besta handboltafólkið og þjálfarana samkvæmt kjöri alþjóða handknattleikssambandsins vegna ársins 2021. Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót. Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.
Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira