Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 15:35 Mikið álag hefur verið á móttökukerfinu á Íslandi og hefur viðbragðsáætlun vegna álags á landamærum verið færð á óvissustig. Vísir/Vilhelm Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22