Ólafur Ragnar á hrós skilið Ástþór Magnússon skrifar 30. mars 2022 09:00 Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Ólafur Ragnar Grímsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun