Tipparinn tvítryggði átta leiki, þrítryggði einn leik og fjórir leikir voru með einu merki. Getraunaseðillinn kostaði tipparann 10.752 krónur og ávaxtaði hann fé sitt því tæplega tíu þúsund falt.
Síðasti leikur seðilsins var stórleikur Manchester United og Leicester sem fram fór í gær. Leikurinn endaði með jafntefli en fyrir leik var ljóst að yrði það niðurstaðan myndi tipparinn fá þrettán rétta og 104 milljónir króna. Hefði Fred ekki jafnað fyrir Manchester United og tryggt þeim jafntefli hefði maðurinn samt sem áður fengið þrettán rétta en aðeins 65 milljónir króna.
Tipparinn hlýtur því að kunna Brasilíumanninum knáa sínar bestu þakkir.