„Greinilega persónulegur pirringur“ Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 09:15 Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57