„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2022 20:46 Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/ARNAR Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann segir þörf á raunhæfum aðgerðum og raunhæfri sýn. Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir að endurtísta tísti frá erlendum blaðamanni með myndbandi af ummælum almennings í Rússlandi um innrásina í Úkraínu. Fólkið sem rætt var við í myndbandið lýsti yfir stuðningi við innrásina og sagði að Úkraína ætti í raun ekki að vera til. Tístinu deildi Ólafur Ragnar með textanum: „Raddir frá hinni hliðinni“. Voices from the other side. https://t.co/LP4x1Pj1AZ— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 5, 2022 Eins og áður segir hefur þetta tíst verið harðlega gagnrýnt. „Margir sem hafa brugðist við þessu tísti virðast hafa misskilið og talið að ég hafi haft frumkvæði að því að setja það í loftið,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir tístið vera frá virtum blaðamanni Wall Street Journal, áður hjá Times og Sunday Times. „Ástæðan er að hann setur í loftið og ég vek athygli á því er að það er mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur hugsar og hvernig þau tala um þetta stríð,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir það eiga sérstaklega við í ljós þess að því hafi verið haldið fram að almenningur í Rússlandi myndi rísa upp og steypa Pútín af stóli og þannig myndi stríðinu ljúka. Þvert á móti komi fram í umræddu myndbandi, á nánast ógnþrunginn hátt, að stuðningur fólks í Rússlandi við stríðið sé mikill. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur öll umfjöllun sem fylgir ekki ströngum reglum yfirvalda í Kreml verið gerð glæpsamleg. Mótmæli eru bönnuð og fólk getur verið dæmt í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna innrásina. Ríkismiðlar Rússlands fæða í millitíðinni almenning af þvælu um nasista í Úkraínu og þörfina á því að „hreinsa“ landið, sem eigi ekki rétt á því að vera kallað slíkt, af nasistum, fíklum og jafnvel djöfladýrkendum. Francis Scarr vinnur hjá BBC og skrifar um sjónvarpsstöðvar Rússlands. Russian state TV's Vladimir Solovyov came out with this last night:"What Ukraine just can't get" is that "people abroad won't even utter the word Ukraine, to the West we're all Russians"Where to begin? pic.twitter.com/Vhgn367IOz— Francis Scarr (@francska1) April 5, 2022 RIA Novosti, ein stærsta opinbera fréttaveita Rússlands, birti um helgina mikið lesna aðsenda grein um það hvernig ætti að „af-nasistavæða“ Úkraínu, en samkvæmt Moscow Times hefur grein þessari verið líkt við leiðbeiningar fyrir þjóðernishreinsanir. Í greininni kallaði höfundur hennar eftir því að fella þyrfti niður fullveldi Úkraínu í minnst kynslóð og „endurmennta“ úkraínsku þjóðina. Rússar þyrftu að ná stjórn á fjölmiðlum Úkraínu og skólakerfi. Þar stóð að nauðsynlegt væri að drepa alla „nasista“ og er því haldið fram í greininni að flestir Úkraínumenn séu nasistar. Höfundurinn heitir Timofei Sergeitsev og er fjallað nánar um hann og grein hans á vef Moscow Times. „Fjarstæðukennt“ að tísti tákni stuðning Ólafur Ragnar segir mikilvægt fyrir alla sem vilji reyna að stuðla að því að hörmungunum í Úkraínu ljúki eða komið verði á vopnahléi, að átta sig á því hvernig andstæðingarnir hugsa. „Það er fullkomlega fjarstæðukennt að halda því fram að með því að endurtísta þessu tísti frá blaðamanni við þetta bandaríska stórblað sé ég að lýsa yfir einhverjum stuðningi við Pútín eða stríðsrekstur Rússa. Mér er eiginlega óskiljandi hvernig fólki dettur það í hug,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það eins og að halda því fram að vegna þess að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði átt í miklum samskiptum við Pútín, væri hann í einhverju sérstöku sambandi við Pútín í stríðsrekstrinum. Ólafur Ragnar sagði einnig að þó það gæti verið óþægilegt að gera sér grein fyrir hvernig andstæðingarnir hugsa, sé ólíklegt að farsæl niðurstaða náist án þess. „Ég styð að því leyti forseta Úkraínu í því að hvað mikilvægasta núna sé að koma á vopnahléi og einhverskonar friði í þessu landi svo fólk þurfi ekki áfram að vera myrt og deyja eða flýja land milljónum saman og horfa á heimili sín lögð í rúst.“ Því miður væri það þannig víða að vonir hefðu verið bundnar við einfaldar lausnir á þessu hræðilega stríði. „Sumir hafa haldið því fram að allt alþjóðasamfélagið myndi snúast gegn Rússlandi og Rússland yrði einangrað,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa bent á í öðru tísti að stjórnvöld á Indlandi hefðu ekki aðeins ákveðið að eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur hefði honum verið boðið í formlega og opinbera heimsókn. Það væri eitt æðsta samskiptaform ríkja á milli. „Margir hafa sagt að þetta væri barátta milli lýðræðisríkja og gerræðisríkja og það er vissulega rétt, hvað Evrópu snertir. En ef við horfum á heiminn, þá er það mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að fjölmennasta lýðræðisríki heims, Indland, hafi ekki gengið í lið með þeim sem fordæma Rússa af mikilli hörku eða vilja einangra þá. Sama á við um fjölda ríkja í Asíu og Afríku.“ „Við náum aldrei árangri í þessari baráttu og getum ekki unnið í þágu þjóðarinnar i Úkraínu, nema við höfum raunsæja sýn á því hver staðan er,“ sagði Ólafur Ragnar. Vert er að taka fram að lýðræði Indlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum, í stjórnartíð Nerendra Modi, forsætisráðherra. Samkvæmt skýrslu Freedom House um stöðu lýðræðis í heiminum árið 2022 hefur Modi grafið undan lýðræðinu í Indlandi og pólitískir andstæðingar hans hafa verið handteknir. Þá hafa Indverjar fordæmt morð rússneskra hermanna á almennum borgurum í Úkraínu og í Bucha sérstaklega. Áður hafði ríkisstjórn Modis ekki viljað gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og hafa Indverjar setið hjá í atkvæðagreiðslum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Skilur að mönnum sé heitt í hamsi Ólafur Ragnar sagðist skilja að ástandið væri erfitt, umræðan heit og mönnum heitt í hamsi. „En það mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór þar sem við tölum bara hvert við annað en gerum okkur ekki líka grein fyrir því hvað andstæðingurinn er að hugsa. Við hjálpum úkraínsku þjóðinni best með því að hafa raunhæfar aðgerðir og raunhæfa sýn og ítarlega þekkingu á öllum hliðum málsins.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25 „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Vaktin: Undirbúa umfangsmikla sókn í austri Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 20:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hann segir þörf á raunhæfum aðgerðum og raunhæfri sýn. Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir að endurtísta tísti frá erlendum blaðamanni með myndbandi af ummælum almennings í Rússlandi um innrásina í Úkraínu. Fólkið sem rætt var við í myndbandið lýsti yfir stuðningi við innrásina og sagði að Úkraína ætti í raun ekki að vera til. Tístinu deildi Ólafur Ragnar með textanum: „Raddir frá hinni hliðinni“. Voices from the other side. https://t.co/LP4x1Pj1AZ— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 5, 2022 Eins og áður segir hefur þetta tíst verið harðlega gagnrýnt. „Margir sem hafa brugðist við þessu tísti virðast hafa misskilið og talið að ég hafi haft frumkvæði að því að setja það í loftið,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir tístið vera frá virtum blaðamanni Wall Street Journal, áður hjá Times og Sunday Times. „Ástæðan er að hann setur í loftið og ég vek athygli á því er að það er mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur hugsar og hvernig þau tala um þetta stríð,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir það eiga sérstaklega við í ljós þess að því hafi verið haldið fram að almenningur í Rússlandi myndi rísa upp og steypa Pútín af stóli og þannig myndi stríðinu ljúka. Þvert á móti komi fram í umræddu myndbandi, á nánast ógnþrunginn hátt, að stuðningur fólks í Rússlandi við stríðið sé mikill. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur öll umfjöllun sem fylgir ekki ströngum reglum yfirvalda í Kreml verið gerð glæpsamleg. Mótmæli eru bönnuð og fólk getur verið dæmt í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna innrásina. Ríkismiðlar Rússlands fæða í millitíðinni almenning af þvælu um nasista í Úkraínu og þörfina á því að „hreinsa“ landið, sem eigi ekki rétt á því að vera kallað slíkt, af nasistum, fíklum og jafnvel djöfladýrkendum. Francis Scarr vinnur hjá BBC og skrifar um sjónvarpsstöðvar Rússlands. Russian state TV's Vladimir Solovyov came out with this last night:"What Ukraine just can't get" is that "people abroad won't even utter the word Ukraine, to the West we're all Russians"Where to begin? pic.twitter.com/Vhgn367IOz— Francis Scarr (@francska1) April 5, 2022 RIA Novosti, ein stærsta opinbera fréttaveita Rússlands, birti um helgina mikið lesna aðsenda grein um það hvernig ætti að „af-nasistavæða“ Úkraínu, en samkvæmt Moscow Times hefur grein þessari verið líkt við leiðbeiningar fyrir þjóðernishreinsanir. Í greininni kallaði höfundur hennar eftir því að fella þyrfti niður fullveldi Úkraínu í minnst kynslóð og „endurmennta“ úkraínsku þjóðina. Rússar þyrftu að ná stjórn á fjölmiðlum Úkraínu og skólakerfi. Þar stóð að nauðsynlegt væri að drepa alla „nasista“ og er því haldið fram í greininni að flestir Úkraínumenn séu nasistar. Höfundurinn heitir Timofei Sergeitsev og er fjallað nánar um hann og grein hans á vef Moscow Times. „Fjarstæðukennt“ að tísti tákni stuðning Ólafur Ragnar segir mikilvægt fyrir alla sem vilji reyna að stuðla að því að hörmungunum í Úkraínu ljúki eða komið verði á vopnahléi, að átta sig á því hvernig andstæðingarnir hugsa. „Það er fullkomlega fjarstæðukennt að halda því fram að með því að endurtísta þessu tísti frá blaðamanni við þetta bandaríska stórblað sé ég að lýsa yfir einhverjum stuðningi við Pútín eða stríðsrekstur Rússa. Mér er eiginlega óskiljandi hvernig fólki dettur það í hug,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði það eins og að halda því fram að vegna þess að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði átt í miklum samskiptum við Pútín, væri hann í einhverju sérstöku sambandi við Pútín í stríðsrekstrinum. Ólafur Ragnar sagði einnig að þó það gæti verið óþægilegt að gera sér grein fyrir hvernig andstæðingarnir hugsa, sé ólíklegt að farsæl niðurstaða náist án þess. „Ég styð að því leyti forseta Úkraínu í því að hvað mikilvægasta núna sé að koma á vopnahléi og einhverskonar friði í þessu landi svo fólk þurfi ekki áfram að vera myrt og deyja eða flýja land milljónum saman og horfa á heimili sín lögð í rúst.“ Því miður væri það þannig víða að vonir hefðu verið bundnar við einfaldar lausnir á þessu hræðilega stríði. „Sumir hafa haldið því fram að allt alþjóðasamfélagið myndi snúast gegn Rússlandi og Rússland yrði einangrað,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa bent á í öðru tísti að stjórnvöld á Indlandi hefðu ekki aðeins ákveðið að eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur hefði honum verið boðið í formlega og opinbera heimsókn. Það væri eitt æðsta samskiptaform ríkja á milli. „Margir hafa sagt að þetta væri barátta milli lýðræðisríkja og gerræðisríkja og það er vissulega rétt, hvað Evrópu snertir. En ef við horfum á heiminn, þá er það mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að fjölmennasta lýðræðisríki heims, Indland, hafi ekki gengið í lið með þeim sem fordæma Rússa af mikilli hörku eða vilja einangra þá. Sama á við um fjölda ríkja í Asíu og Afríku.“ „Við náum aldrei árangri í þessari baráttu og getum ekki unnið í þágu þjóðarinnar i Úkraínu, nema við höfum raunsæja sýn á því hver staðan er,“ sagði Ólafur Ragnar. Vert er að taka fram að lýðræði Indlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum, í stjórnartíð Nerendra Modi, forsætisráðherra. Samkvæmt skýrslu Freedom House um stöðu lýðræðis í heiminum árið 2022 hefur Modi grafið undan lýðræðinu í Indlandi og pólitískir andstæðingar hans hafa verið handteknir. Þá hafa Indverjar fordæmt morð rússneskra hermanna á almennum borgurum í Úkraínu og í Bucha sérstaklega. Áður hafði ríkisstjórn Modis ekki viljað gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og hafa Indverjar setið hjá í atkvæðagreiðslum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Skilur að mönnum sé heitt í hamsi Ólafur Ragnar sagðist skilja að ástandið væri erfitt, umræðan heit og mönnum heitt í hamsi. „En það mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór þar sem við tölum bara hvert við annað en gerum okkur ekki líka grein fyrir því hvað andstæðingurinn er að hugsa. Við hjálpum úkraínsku þjóðinni best með því að hafa raunhæfar aðgerðir og raunhæfa sýn og ítarlega þekkingu á öllum hliðum málsins.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25 „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Vaktin: Undirbúa umfangsmikla sókn í austri Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 20:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12
Vaktin: Undirbúa umfangsmikla sókn í austri Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 20:55