Innlent

Strætó boðar frekari að­halds­að­gerðir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Strætó hefur boðað frekari aðhaldsaðgerðir.
Strætó hefur boðað frekari aðhaldsaðgerðir. Vísir/Vilhelm

Strætó hefur boðað til frekari aðhaldsaðgerða vegna slæmrar afkomu. Tilkynnt var um fyrri hluta þeirra í síðustu viku, við mikið ósætti.

Fyrri hluti aðhaldsaðgerðanna tók gildi á sunnudag, 3. apríl, en sá síðari tekur gildi 10. apríl næstkomandi. Með þeim verða síðustu kvöldferðir fyrr hjá leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 18. 

Þá tekur sumaráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu gildi á sunnudag sömuleiðis hjá leiðum 6, 19 og 28. Það þýðir að leiðir 19 og 28 aka á 30 mínútna tíðni allan daginn í stað þess að aka á 15 mínútna tíðni á annatímum. 

Leið 6 mun aka á 15 mínútna tíðni yfir annatímann í stað þess að aka á 10 mínútna tíðni á þeim tímum. Sumaráætlunin tekur gildi örlítið fyrr þetta árið vegna aðhaldsaðgerðanna hjá Strætó. 

Hér að neðan má sjá lista yfir þær breytingar sem verða á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 18. 

Leið 1

Seinasta ferð frá Klukkuvöllum til Hlemms fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05

Seinasta ferð frá Hlemmi til Klukkuvalla fer kl. 23:43 í staðinn fyrir kl. 00:13

Leið 2

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 22:52 í staðinn fyrir kl. 23:22

Seinasta ferðin frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05. (Á laugardögum og sunnudögum fer síðasta ferðin kl. 23:33)

Leið 3

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51 á virkum dögum og 00:21 á laugardögum.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:24 í staðinn fyrir kl. 23:54.

Leið 4

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51

Leið 5

Seinasta ferð frá Norðlingaholti til Nauthóls fer kl. 23:14 í staðinn fyrir kl. 23:44.

Seinasta ferð frá Nauthól til Norðlingaholts fer kl. 23:36 í staðinn fyrir kl. 00:06.

Leið 6

Seinasta ferð frá Egilshöll til Hlemms fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Egilshallar fer kl. 23:37 í staðinn fyrir kl. 00:07.

Leið 18

Seinasta ferð frá Hlemmi til Spangar fer kl. 23:16 í staðinn fyrir kl. 23:46.

Seinasta ferð frá Spöng til Hlemms fer kl. 23:09 í staðinn fyrir kl. 23:39. (Á laugardögum og sunnudögum fer síðasta ferðin kl. 23:06)


Tengdar fréttir

Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó

Strætó skerðir í dag þjónustu sína við far­þega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnar­­for­­maður skilur ó­­­sætti far­þega vel og vonast til að skert þjónusta verði að­eins tíma­bundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×