Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 21:31 Styttan var inni í einhvers konar eldflaug fyrir utan listasafnið. Aðsend/Regína Hrönn Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira