Arnar Daði: Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 21:06 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með sigur dagsins Vísir/Hulda Margrét Grótta sigraði lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum á heimavelli gegn KA í kvöld, lokatölur 33-28. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var rólegur og klisjukenndur í svörum líkt og hann lofaði á Twitter-reikningi sínum á undanförnum dögum. Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira